Margir aðstandendur hrunsins

Punktar

Hinir raunverulegu þjófar hrunsins voru bankastjórarnir og aðrir yfirmenn bankanna, sem skófu bankana að innan. Kringum þá standa hópar meðsekra. Þar eru fremstir fjárglæframenn, sem fengu peninginn. Einnig endurskoðendur sem skrifuðu upp á falsaða reikninga. Svo og þeir, sem bjuggu til þetta spillta kerfi með einkavinavæðingu. Og þeir, sem áttu að hafa eftirlit, en sinntu því ekki. Að baki þessa þrönga hóps meðsekra er svo meirihluti þjóðarinnar, sem kaus yfir sig þá allra verstu pólitíkusa, sem völ var á. Því má segja, að þjóðin hafi fengið það bankahrun og þjóðargjaldþrot, sem hún átti skilið.