Margir treysta bófum

Punktar

Allur þorri þjóðarinnar hefur það sæmilegt eða gott. Verkafólk eins í gamla daga þekkist varla lengur. Útlendingar sinna þeim verkefnum. Þrælkun við færibönd er úr sögunni. Aðeins 5% eru undir fátæktarmörkum og önnur 5% taka of mikið til sín á toppnum. Þar á milli eru 90%, hinar eiginlegu miðstéttir. Þær hafa lítinn áhuga á stéttarfélögum og taka ekki þátt í stéttabaráttu. Því dettur ekki í hug að taka þátt í sósíalistaflokki og varla þjóðrembuflokki. Líklega er ómögulegt að predika þessu fólki byltingu eða hugsun til mjög langs tíma, til dæmis hundrað ár fram í tímann. Það hefur vægan áhuga á góðmálum og hneigist til að treysta bófaflokkum.