Margmiðlun kemur

Fjölmiðlun

Associated Press er að breyta fréttum sínum róttækt til að svara kröfum vefsins. Margmiðlun er komin til skjalanna. Vefurinn var fyrst talinn vera viðbót eins og útvarp og sjónvarp. En hann hefur reynst vera miklu meira, þótt hann hryndi miðja vega á fyrsta áratugnum. Árið 1996 snerust áætlanir um endurnýtingu efnis úr öðrum fjölmiðlum og endurpökkun þess. Í nokkur ár komu áskriftir til greina. Síðan kom Google og kenndi heiminum að leita að fréttum í stað þess að taka áskrift. Menn borga ekki lengur fyrir fréttir. Núna snýst vefurinn ekki um endurvinnslu dagblaða.