Íslenzka hrunið 2008 var fyrst og fremst bankahrun. Það var 100% hrun, allir bankarnir hrundu, þar á meðal Seðlabankinn. Fleira hrundi, þótt ekki væri það 100%. Alvarlegast var 35% krónuhrun, er líklega mun versna. Afleiðing þess er meðal annars í gjaldeyrishöftum, sem kosta þjóðina stórfé og ekki er séð fyrir endann á. Fasteignaverð hrundi líka og er 30% lægra en fyrir hrun. Krónuhrunið og fasteignahrunið er verra en svonefndur forsendubrestur lána. Afleiðing alls þessa er pólitískt hrun. Fólk missti trú á stjórnmálamönnum. Bankar siðvæddust ekki. Krónan er áfram dauð. Því erum við enn í skítnum.