Margt mikilvægt vantar

Punktar

Hér vantar lög um, að heilbrigðar leikreglur gildi í fjármálum. Um afnám bankaleyndar. Að sjóðfélagar stjórni lífeyrissjóðum. Að bankar hætti að hossa fjárglæframönnum. Að bankastjórar komi ekki úr röðum bókhaldstækna, bankatækna, lagatækna og excel-tækna. Burt með alla þessa siðlausu tækna, sem settu þjóðfélagið á hausinn. Hér vantar, að ráðherrar byrji að kynna sér skýrslu rannsóknarnefnar Alþingis. Hafi hana næst hjartanu í mannaráðningum og anarri hegðun sinni. Því miður haga ráðherrarnir sér eins og þeir séu í ríkisstjórn hjá Davíð eða Halldóri, Geir eða Ingibjörgu. Eða Tryggva Þór.