Skil ekki, hvernig Björgólfsfeðgar gátu komið til landsins með þjóðsögu um, að þeir hefðu fullar hendur fjár. Hvernig þeir gátu blekkt Davíð Oddsson til að einkavinavæða Landsbankann. Hvernig þjóðin lét Davíð komast upp með það. Skil ekki, hvernig þeir gátu tekið kaupverðið að láni í næsta banka, forvera Kaupþings. Ég skil ekki, hvernig þeir komust upp með það. Það var partur af krosslánum. Forveri Kaupþings lánaði Björgólfunum fyrir Landsbankanum og Landsbankinn lánaði Ólafi í Samskipum fyrir forvera Kaupþings. Hringdu engar aðvörunarbjöllur? Hvað voru Davíð Oddsson og voodoo-fræðingarnir að hugsa?