Okkur er margt til lista lagt, réttar sagt til lista og bókmennta lagt. Að öðru leyti erum við út úr kú. Eins og Collingwood sagði, hefur þjóðin hvorki pólitískt raunsæi né rökfræðilega hugsun. Íslendingar eru grautarhausar og kunna ekki mun á staðreyndum og hvers kyns órum að hætti Jóns lærða. Þannig var fyrir rúmri öld og þannig er það nú. Höfum kosið yfir okkur taumlausan loddara sem forsætisráðherra. Erum ýkt útgáfa af Írum, góð í bókmenntum og listum, en léleg í pólitík. Erum ófær um að stjórna okkur sjálf og eigum að viðurkenna það. Til slíks eigum við að fá okkur kontórista frá Bruxelles.