Margþætt þjóðremba

Punktar

Racism, fascism, nationalism, populism eru ýmis hugtök, sem ná misjafnlega yfir hægri sinnaða jaðarpólitík. Sameiginlega byggjast sjónarmiðin á ótta við hið ókunnuga og hatur á því, ótta við breytingar og hatur á þeim. Fylgir oft fólki, sem telur lífsbaráttuna ógna sér og leitar skyndilausna. Hér hefur Framsókn lengi verið helzti jarðvegurinn. Þar blása menn sig út af þjóðrembu, vilja hafa konuna bakvið eldavélina, óttast höfuðborgina, hverfi 101 og caffè latte, hnignun þjóðkirkjunnar, evruna og Evrópusambandið. Eftir hremmingar Framsóknar leitaði hún lífs í slagorðum á borð við hrægamma og forsendubrest.