Í gamla daga trúðu sumir á kommúnisma. Þegar Sovétríkin brugðust, sögðu þeir: Kommúnismi er annað, kannski Albanía, Kína eða Maó. Sama gerist núna þegar sumir trúa á kapítalisma. Þegar Bandaríkin bregðast, segja þeir: Kapítalismi er annað, kannski nýfrjálshyggja, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn eða Singapúr. Í báðum tilvikum hefur aðeins eitt gerzt: Isminn reynist vera tálsýn. Sovétin voru röng. Og græðgi er ekki góð, þótt Hannes Hólmsteinn segi það. Samstarf er það, en ekki samkeppni, sem flytur fólk og þjóðir fram eftir vegi. Óbeizluð markaðshyggja leiðir alltaf fyrst til fáokunar og síðan til einokunar. Nú sjá þetta allir.