Markaðshyggja í vörn

Punktar

Í International Herald Tribune telur William Pfaff, að Evrópa sé á leið frá markaðs- eða frjálshyggju í hagfræði, sem ýmist er kennd við Chicago-háskóla eða Washington-samhljóm og hefur lengi ráðið ferð fjármálastofnana á borð við Alþjóðabankann og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Fyrir nokkrum árum fór hagfræðingurinn Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, að stinga göt á þessa stefnu. Pfaff telur raunar, að Bandaríkin hafi aðeins fylgt henni í orði, en ekki í verki, og að Evrópa sé farin að átta sig á, að markaðshyggja sé ekki alltaf í þágu þjóðfélagsins.