Langur vegur er milli vísindalegra kannana og atkvæðagreiðslna, svo sem haldnar eru á Útvarpi Sögu. Þótt atkvæðagreiðslur séu ómarktækar, eru kannanir það alls ekki. Nokkur fyrirtæki kanna skoðanir Íslendinga með mismunandi tækni og komast öll að sömu niðurstöðu. Atkvæði hjá Sögu eiga ekki heima í þeim hópi. Eigandinn reynir að varpa skugga á heiðarlega vinnu með að draga þetta í sama flokk. Í úrtaki virkar slembilukka, en ekki í eigin vali hlustenda. Þetta er margreynt í áratugum af könnunum. Atkvæðagreiðslur heima í tölvu eru létt gaman, sem ekki má taka of alvarlega. Og sízt af öllu til að varpa skugga á alvöru vísindi.