Allir hefðbundnu fjölmiðlarnir lepja upp lygi Samtaka atvinnulífsins um háa skatta. Hún stangast á við upplýsingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Sú stofnun er viðurkennd um allan heim. Hún er líka hlutlaus, sem ekki er hægt að segja um Samtök atvinnulífsins. OECD segir skatta á Íslandi vera samanlagt 34% af vergri landsframleiðslu. Það er neðan við miðju vestrænna ríkja. Samtök atvinnulífsins segja líka, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vari við háum sköttum hér á landi. Þvert á móti er skattlagning hér í samræmi við tillögur sjóðsins. Fjölmiðlar ættu að taka lygi hagsmunasamtaka með varúð.