Bandaríkin segjast vera í rosalegum lofthernaði gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Frakkland segist vera það einnig. Rússland er komið í sama slag. Tyrkland er líka í þessari þykjustu. Allir birta myndir af sprengingum og rústum. Þetta er allt tóm lygi. ISIS er í stórsókn í Sýrlandi, þrátt fyrir þetta meinta stríð helztu hervelda heimsins. Enda eru það næstum bara almennir borgarar, sem líða fyrir loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands, Rússlands og Tyrklands. ISIS fer samt sínu fram. Sýrland er nýjasta dæmið í langri röð ósigra Bandaríkjanna í lofthernaði gegn fátæku fólki í Asíu. Allt í þágu olíu og óðra hergagna-framleiðenda.