Marklaus sárindi kröfuhafa

Punktar

Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og sjálfur landstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins voru sammála. Töldu ekki ástæðu til að halda uppi gjaldþrota Spron til að gleðja erlenda kröfuhafa. Þess vegna hvarf Spron af vettvangi. Erlendir kröfuhafar þykjast sárir. Þeir geta ekki ætlazt til, að Seðlabankinn haldi uppi gjaldþrota banka, meðan kröfuhafar velta vöngum. Geta ekki heldur ætlazt til, að íslenzk stjórnvöld taki fjárhagsþátt í vangaveltum kröfuhafa. Spron keyrði sig sjálfur á hausinn með fjárglæfrum að hætti stóru bankanna. Seðlabankanum bar ekki skylda til að halda einkavæddum græðgisbanka á floti.