Marklaus skráning atvinnuleysis

Punktar

Atvinnuleysi er lítið í landinu um þessar mundir. Erfitt er að fá fólk til starfa. Það er þekkt staðreynd. Mestur hluti atvinnuleysis í byggingaiðnaði fluttist burt, þegar fólk frá Austur-Evrópu fór heim til sín þúsundum saman. Eftir eru menn í svartri vinnu. Sjálfstæðir atvinnurekendur skipta þúsundum á skránni. Það er samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Með öllu þessu svindli eru hafðir milljarðar af atvinnuleysissjóði. Og dregið úr getu hans til að sinna þeim fáu, sem raunverulega eru atvinnulausir. Utan um allt þetta á Vinnumálastofnun að halda. Hún hefur alveg brugðizt hlutverki sínu.