Marklausar hagtölur

Punktar

Hagtölur eru að mestu marklausar til að sýna góða stöðu. Stangast oftast á við veruleika fólks. Fjármálaráðuneytið flaggar tölum um mikinn kaupmátt tekna. Landsbankinn flaggar tölum um mikinn jöfnuð launa. Þetta er rugl, eins og hinar ýmsu tölur um hagvöxt og framleiðni launa. Hugtök eru röng, forsendur rangar, endapunktar sérvaldir og síðan skáldað í eyðurnar. Fræg er fín staða Íslands sem hins spillingarfría lands. Svo kom hrunið og annað kom í ljós. Við skulum fremur meta laun út frá reynslu fólks, sem lifir ekki af launum og kemst enn síður í húsnæði. Skulum fremur meta ójöfnuð út frá reynslu fólks, sem sér hálfa þjóðina hafa það gott og hálfa hafa það skítt. Hér er auðræði og þjófræði, hvað sem hagtölur ljúga.