Heilsuspillandi er að hlusta á pólitíkusa gamla Íslands æpa hver á annan í sjónvarpi. Mér varð illt og slökkti snemma. Eftir lýsingum að dæma er engin leið að fá botn í, hvor hafði verri málstað og hvor laug meira. Steingrímur er kominn á leiðarenda í pólitík og Gylfi er löngu útrunninn sem leiðtogi verkalýðsins. Hafa má til marks um markleysi hefðbundinna stjórnmála, að þeir tveir séu látnir munnhöggvast. Steingrímur talar eins og umbi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Gylfi eins og umbi Samtaka atvinnulífsins. Er nú ekki ráð að gefa öllum slíkum frí í allmörg ár og fá spánnýja þingmenn næsta vor?