“Markmiðið náðist”

Fjölmiðlun

Ríkissjónvarpið sagði áðan í kvöldfréttum rangt frá ummælum George W. Bush Bandaríkjaforseta í maí árið 2003. Hann sagði ekki, að “mestu átökin væru afstaðin” í stríðinu gegn Írak. Hann sagði “mission accomplished”, sem þýðir, að markmiðið náðist. Af þessu var tekin minnisstæð ljósmynd um borð í bandarísku herskipi. Hún var raunar síðar ritskoðuð og orðin “mission accomplished” þurrkuð út. Langur vegur er milli “mestu átökin afstaðin” og “mission accomplished”. Ég velti fyrir mér, hvort fölsun ríkissjónvarpsins sé angi af áráttu fjölmiðla nútildags að milda og fegra staðreyndir.