Marktækt eða ekki

Punktar

Alþingismenn eiga að byrja á að viðurkenna þjóðaratkvæðagreiðslur áður en þeir stinga upp á nýjum. Gætu til dæmis viðurkennt þjóðaratkvæðið um stjórnarskrána í stað þess að muldra um „ráðgefandi“. Það er bara á Íslandi, að þjóðaratkvæði er bara ráðgefandi. Bretar vita, að Brexit var ekki ráðgefandi, heldur sjálf afgreiðsla málsins. Þegar búið er að viðurkenna þjóðaratkvæðið um stjórnarskrá, má hafa ný þjóðaratkvæði um Vaðlaheiðargöng, Bakkafjöruhöfn, Neyðarflugbraut, nýjan landspítala og annað, sem eins máls fólki liggur á hjarta. En byrja á að taka mark á afstöðnu þjóðaratkvæði. Gildi leikreglna er ekki valfrjálst.