Ferðafólki til Íslands fjölgaði 30% í fyrra eftir mikla fjölgun fyrri ára. Í ár eykst sætaframboð flugfélaga 40%. Engar aðgerðaáætlanir eru tilbúnar, ráðherra er lamaður. Vandinn er ekki nýr í heiminum. Í Feneyjum eru komnir aðgöngumiðar og sama er að gerast í Cinque Terre. Í báðum tilvikum gera farþegar risaskipa útslagið. Þeir valda gífurlegu álagi og skilja lítið eftir. Ráðherra okkar þarf að sætta sig við að náttúrupassinn floppaði. Einföldust eru lendingargjald og gistináttagjald og fullur vaskur á alla ferðaþjónustu. Gefur meira en nóg til gagnaðgerða. Gæti kannski líka haft hemil á aukningunni, sem verður að martröð.