Kínverski kommaflokkurinn hefur bannað endurholdgun án samþykkis flokksins. Senn kemur að endurholdgun Dalai Lama, sem er fjórtándi í röðinni og orðinn 72 ára gamall. Kommarnir eru hræddir við hann og vilja ráða, hver verður eftirmaður hans. Þeir sættu sig ekki við elleftu endurholdgun Panchen Lama árið 1995, létu barnið hverfa og skipuðu gæludýr flokksins í staðinn. Hið sama munu þeir gera, þegar Dalai Lama deyr. Allt er það pólitík. Flokkurinn er annars vegar veraldlegur, segir trú vera ópíum fyrir fólkið. Hins vegar tekur hann sér geistlegt vald til að úrskurða um réttmæti endurholdgana.