Kraft matargerðin risastóra hefur ákveðið að bregðast við gagnrýni á óhollan pakkamat með því að minnka mettaða, harða fitu í honum og önnur hættuleg efni. Þetta gerir fyrirtækið með hliðsjón af vel heppnuðum málaferlum gegn tóbaksframleiðendum, sem eru farin að endurspeglast í málaferlum gegn matarframleiðendum, t.d. McDonald’s. Forstjórar Kraft vilja verða fyrri til að breyta samsetningu pakkamatarins. Í síðustu viku bannaði borgarstjórn New York gosdrykki og sætindi í skólasjálfsölum borgarinnar. Frá þessu segir David Barboza í New York Times.