Engar pólitískar forsendur eru fyrir hækkun matarskatts. Í hagfræðilegu tómi væri rétt að hafa aðeins eitt vaskþrep. En málið snýst um fjölda fólks, sem rétt á til hnífs og skeiðar. Hærri matarskattur mundi kljúfa þjóðina frá meirihluta stjórnarflokkanna á þingi. Steingrímur J. Sigfússon kemst ekki upp með þetta. Umræðan um þessa tilraun til sjálfsvígs er af öðrum toga spunnin. Ríkisstjórnin sýnir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, að hún hafi reynt að fara þessa leið, en ekki tekizt. Alþingi sér alvöru málsins og sættir sig frekar við aukinn niðurskurð. Hærri matarskattur er hótun án innihalds.