Matís er einskis virði

Punktar

Matís starfar fyrir bændur, ekki neytendur. Er hún kemst að svikinni matvöru, segir stofnunin ekki frá. Heldur niðurstöðunni leyndri, en sendir bænabréf til framleiðandans um að bæta sig. Enginn tekur mark á þeim bónarbréfum. Frægar eru slíkar rannsóknir á ís með salmonellu úr ísbúðum. Enn er allt leyndó á Matís og kemur neytendum ekki við. Eftirlitið fór í veitingahús og tók 27 sýni af fiski. Átta tilvik sýndu aðra fisktegund en þá, sem pöntuð var. Ekki var talin ástæða til að segja fólki frá þeim stöðum. Enda væri þá hætt við, að kokkurinn mundi bæta ráð sitt í snarhasti. Áhugamál neytenda eru hvergi í myndinni hjá Matís.