Þyngsta matreiðslubók heimsins er komin. Í fimm bindum, 2438 blaðsíður og vegur átján kíló, kostar 73.000 krónur. Höfundurinn er Nathan Myhrvold, fyrrum tækniforstjóri Microsoft. Bókin heitir Modernist Cuisine og kennir efnafræðieldhús að hætti ársins 2007. Kennt er að elda eins og Ferran Adrià á El Bulli og Heston Blumenthal á Fat Duck. Þar dugir ekki að hafa venjuleg eldhúsáhöld. Tilraunaglös eru brýn, svo og fljótandi köfnunarefni. Ekki er nóg að matreiða froður og mauk, hlaup og kæfur. Breyta þarf eldhúsinu í efnarannsóknastofu. Úrkynjuð stefna, síðbúin matreiðslubók fyrir hrunverja.