Mbl.is á Windows

Fjölmiðlun

Ég hló upphátt í morgun, sem gerist sjaldan. Þá var ég að skoða fjölmiðlun, sem ég missti af vegna fjarveru erlendis í vikunni. Mbl.is hélt upp á tíu ára afmæli sitt. Ég gat ekki opnað fréttina á vefsíðu Mbl. Ég varð að nota Windows Media Player til að sjá hana. Eitthvað er skrítið við tækniþróun fyrirtækis, sem þykist vera mest og bezt í vefmiðlun. Það notar þó tækni, sem er er læst við einn framleiðanda. Og reynir að krefja notendur til hins sama. Í nútíma opins hugbúnaðar.