McDonalds dómur

Punktar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað, að tveir Bretar hafi fengið rangan dóm í heimalandi sínu fyrir meiðyrði gegn MacDonalds skyndibitakeðjunni, sem þeir gagnrýndu fyrir slæma meðferð á dýrum, spjöll á umhverfinu og vont innihald matvæla. MacDonalds hafði varið hálfum milljarði króna í málið, en félagarnir tveir höfðu varið sig sjálfir. Brezka ríkisstjórnin var dæmd til að greiða þeim fimm milljónir króna í skaðabætur og sjö milljónir í kostnað. Dómurinn er mikill ósigur brezkra stjórnvalda og skyndibitakeðjunnar. Heather Timmons skrifar um hann í New York Times.