McDonalds í súpunni

Punktar

Í almenningsálitinu hefur McDonalds þegar farið illa út úr málaferlum tveggja feitra kvenna, sem kenna skyndibitakeðjunni um líkamlegt ástand sitt. Robert Sweet dómari í málinu hefur gefið þeim tækifæri og tíma til að breyta ákærunni til að gera hana líklegri til árangurs. Hann hefur upplýst, að í svokölluðum Chicken McNugget séu 30-40 aukaefni. Talsmenn McDonalds hafa talið sig neydda til að verja fyrirtækið með óheppilegum yfirlýsingum á borð við, að allir skynsamir menn eigi að vita, að þeir séu að borða óhollan og fitandi mat, þegar þeir heimsækja McDonalds. Adam Cohen segir í New York Times, að hugsanlegt sé, að konurnar vinni málið á þeirri forsendu, að viðskiptavinir McDonalds hafi ekki fengið tækifæri til að átta sig á, hversu hættulegt sé að heimsækja veitingahús keðjunnar.