Gísli Marteinn hafði skoðað fyrri viðbrögð Sigmundar Davíðs við spurningum og kunni þau. SDG grípur fram í, umorðar spurningar og svarar einhverju allt öðru en spurt var um. Viðurkennir aldrei að hafa sagt neitt, sem hann áður sagði. En Gísli Marteinn var með beinar tilvitnanir á blaði, svo að trikkið mistókst hjá SDG. Ýmsir grónir blaðamenn geta lært margt af spurningatækni Gísla Marteins. Svona eiga menn að vinna. Vera með alla veiku punktana á blaði. Og hamra þá, þegar pólitískir bófar beita útúrsnúningi og orðhenglum. SDG hefur hingað til komizt upp með taumlaust rant. Nú vita blaðamenn það.