Með eyfirzku á oddinum

Veitingar

Friðrik Valur Karlsson heldur uppi merkjum Eyjafjarðar á veitingahúsinsu Friðrik V í listagilinu. Þar var eyfirzkt nauta- og svínakjöt hrátt. Þar var silungur úr Eyjafjarðará með bláskel frá Hrísey. Þar var eyfirzk hvönn og ótal kryddjurtir úr Eyjafirði, allt frá blóðbergi yfir í krækiberjalyng. Þar var risavaxið hnakkastykki úr saltfiski. Þar voru þrjár tegundir af eyfirzkum jarðarberjum og eyfirzk bláber. Þar var hefðbundið skyr, sem aðeins er framleitt á Akureyri, borið fram í sex útgáfum. Enginn maður gerir meira fyrir eyfirzka menningu og sérstöðu en einmitt Friðrik Valur.