Apple vann það afrek með iPhone að venja almenning við nota puttana beint á skjá. Áður var lyklaborð á gemsum, en ekki lengur. Tölvuframleiðendur hafa tekið eftir þessu. Þess vegna eru snertiskjáir alls staðar í undirbúningi. Þeir hafa hingað til verið notaðir við sérstakar aðstæður, eru mjög dýrir. Nú má búast við, að slíkir skjáir verði ódýrari og fylgi tölvum fyrir fólk. Framleiðendur hugbúnaðar sitja eftir og þurfa nú að endurrita forritin með hliðsjón af snertiskjám. Sumir verða fljótari en aðrir og munu uppskera stærri markað. Þannig vindur tækninni endalaust fram, eitt skref af öðru.