Með hendur í vösum

Punktar

Fólk verður hissa á, að stjórnarandstaðan taki þátt í viðleitni bófaflokkanna til að stinga undan stjórnarskrá fólksins. Nefnd flokkanna hefur lengi unnið í leyni að útfærslu nokkurra greina, er stinga í stúf við svæfðu stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan á að nota aðildina að nefndinni til að leggja fram svæfðu stjórnarskrána sem tillögu og halda fast við hana. Annars verður hún sökuð um aðild að samsærinu. Það getur ekki verið hlutverk minnihluta að sitja á fundum með hendur í vösum meðan meirihlutinn vinnur og kemur með sínýjar tillögur um frávik frá svæfðu stjórnarskránni. Stjórnarandstaðan verður að taka frumkvæði.