Eigi einhver embættismaður tilkall til hærra kaups, þá er það Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. En ferill málsins er út í hött. Vísað er til boðs um vinnu í Svíþjóð, sem menn kannast ekki við, að hafi verið auglýst. Og þar er allt auglýst. Guðbjartur Hannesson verður að ráðfæra sig við ríkisstjórn, ef hann hyggst hækka embættismann í launum um hálfa milljón á mánuði. Hann verður að gera aðra samábyrga, þegar hann siglir með himinskautum. Mér kemur þessi æðibunugangur á óvart. Hélt, að Guðbjartur væri traustur maður, ekki lukkuriddari. En lengi skal manninn reyna. Er hann virkilega formannsefni?