Með móðgelsi að leiðarljósi

Punktar

Samkvæmt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni snýst utanríkispólitík um móðgelsi. Bendir á ýmsar erlendar valdastofnanir, sem hann telur hafa móðgað Ísland, jafnvel ítrekað. Evrópusambandið er honum ofarlega í huga, en einnig stök lönd á borð við Bretland. Nú síðast er hann móðgaður yfir aðild sambandsins að málaferlum gegn Íslandi. Sigmundur Davíð er enn barnið í sandkassanum. Utanríkispólitík snýst ekki um móðgelsi, heldur um hagsmuni. Ríki þurfa að gæta hagsmuna sinna með sem mestan árangur að leiðarljósi. Ekki með móðgelsi að leiðarljósi. Móðgelsi er eingöngu brúklegt á innanlandsmarkaði þjóðrembu.