Þeir eru með mosann í skegginu, sagði fræðari við mig um framsóknarmenn, þegar ég mætti sjö ára gamall í sveit á góðu íhaldsheimili. Í þá daga var Framsókn græn og þóttist vera handhafi þjóðarsálarinnar innan úr dýpstu dölum og ofan af heiðum landsins. Heilagleikinn draup af henni. Nú hefur Framsókn um skeið verið svartur flokkur stóriðju, með alls engan mosa í skegginu. Það er Halldóri Ásgrímssyni að kenna. Hann fór svo málavillt, að hann gældi jafnvel við Evrópu í draumum. Evrópa er nánast eins langt frá mosanum í skegginu og afdölum Framsóknar og hægt er að komast.