Með naglbít í vasanum

Punktar

Samkvæmt 23. grein gildandi náttúruverndarlaga frá 1999 er óheimilt að girða fyrir gamlar leiðir. Byggist á eldfornum lögum, sem leystu ágreining landeigenda og ferðamanna. Eignarhald á landi felur ekki í sér afskipti af ferðum gangandi og ríðandi fólks. Þess vegna er lokun Kersins og gjaldheimtan þar beinlínis ólögleg. Eignarhald á landi veitir engan rétt til innheimtu gjalds af umferð fólks. Þar, sem svona vitleysa hefur komið upp á reiðleiðum, hafa hestamenn einfaldlega klippt girðingar. En nú verður ástandið þannig á gönguleiðum, að sennilega þarf almenningur að taka með sér naglbít í sumarleyfið.