Með og móti Evrópu

Punktar

Menn hafa ýmist verið með eða móti aðild að Evrópu í skoðanakönnunum síðustu ára, fremur á móti í fyrstu könnun þessa árs. Athyglisvert er, að ekki er bara meirihluti hjá Samfylkingunni fyrir aðild, heldur líka hjá Vinstri grænum, þar sem forustumenn hafa talað gegn aðild. Enn merkilegra er, að Framsókn er á móti aðild, þótt forustumenn þar hafi talað með viðræðum um aðild. Sjónarmið forustumanna og fylgismanna fara ekki saman hjá þessum tveimur flokkum. Það er alltaf jafn fróðlegt að lesa úrslit skoðanakannana.