Helzti galli IcsSave samningsins er, að hann jafnsetur eins konar annars veðréttar kröfur Bretlands og Hollands og eins konar fyrsta veðréttar kröfur Íslands. Fyrst ætti að borga 20.887 lögbundna ábyrgð Íslands og síðan ætti að borga ólögbundna umframkröfu Bretlands og Hollands. Á móti vegur, að Bretland og Holland lána Íslandi fyrir sínum hluta. Of seint er að fella málið út af þessu. Hins vegar á Alþingi að setja fyrirvara við samninginn. Ekki svo marga og stóra, að það jafngildi höfnun. Nægir að herða ákvæði um rétt til endurskoðunar og setja inn skorður við árlegri greiðslubyrði okkar.