Með rauðhálsum í hamsatólg

Punktar

Hélt prívat upp á Food & Fun með því að heimsækja þjóðlega veitingastaði. Sagði ykkur um daginn frá Ferðakaffi á BSÍ. Nú segi ég ykkur frá Múlakaffi. Hefðbundinn áningarstaður vörubílstjóra og leigubílstjóra. Lítur út eins og mötuneyti, óvenjulega kuldalegur og berangurslegur. Við förum að skenkinum og pöntum einhvern aðalrétt. Til dæmis saltfisk með hamsatólg. Honum fylgir hveitisúpa og jafnvel sætur jólagrautur líka. Hrásalat er á hliðarborði, með sultunni, en kúnnar eru hér lítið fyrir gras. Eru það, sem í Bandaríkjunum kallast Rauðhálsar. Þeir fara örugglega ekki í þykjustu-mat á Food & Fun.