Með skott milli fóta

Punktar

Vestræni herinn býr sig nú til brottfarar frá Afganistan. Ellefu ára hernám hafði öfug áhrif við væntingar. Talíbanar munu fylla eyðuna, sem myndast. Spilling er gegndarlaus í landinu, mest vegna vestrænna áhrifa. Kabúl hefur verið breytt í dauða kastalaborg. Nútímavæðing hefur engin orðið í landinu og skólum verður lokað. Framleiðsla eiturlyfja margfaldaðist í skjóli hers, en talíbanar munu halda henni í skefjum. Kannski tíunda tilraun Vesturlanda til að stjórna Afganistan í sinni mynd. Enginn hefur stuðlað meira að öfgum múslima en einmitt Bandaríkin og hin vígfúsu Vesturlönd. Þar á meðal Ísland.