Björn Ingi Hrafnsson spyr í bloggi í gær, hvort ég hafi árið 1995 átt þátt í að ritskoða ótiltekinn blaðamann. Vegna ótiltekinnar spurningar í meintu óbirtu viðtali við Jón Ólafsson. Ég svaraði honum, að ég minntist þess ekki. Nánari upplýsingar um málsatvik eru vel þegnar. Vísaði ég Birni Hrafni á að tala við Guðmund Magnússon. Sá var fréttastjóri DV þetta árið og ritskoðaði oftast án samráðs við mig. Björn Ingi er þarna að vafra blint með ónákvæma smjörklípu í geitarhúsi að leita ullar.