Með sólgleraugu og armani

Punktar

Í sjónvarpsfréttum gærdagsins trommaði Ríkisútvarpið upp langri apólógíu fyrir skipulagi sextán hæða turns við hótelið Kex. Ég hló svo mikið, að mér varð illt í maganum, þegar hápunktur áróðursins birtist. Dregin var fram eftirlíking af sikileyskum handrukkara með sólgeraugu og armani. Úr mafíósanum gaus bunan um frábæra verndunarást á gömlum húsum að baki turnsins. Ef ekki hefði verið fyrir sólgleraugun, hefðum við séð dýrið tárast, þegar það sagði titrandi röddu orðið Vitaþorp. Það var slagorð hinnar sextán hæða húsfriðunar. Bak við sólgleraugun var sagður vera braskarinn, sem hyggst gleðja Dag B. Eggertsson og Savonarola.