2000-3000 atkvæði rasista hjá Framsókn minnir okkur á, að rasismi sækir víða fram í kosningum. Þurfum að læra af þeirri reynslu og gera okkur betur grein fyrir undirrót haturs í þjóðarsálinni. Eðlishrætt fólk óttast hið ókunna, til dæmis aðra trú og siði, þjóðir, menningu og tungumál. Við getum reynt að gera okkur grein fyrir, hvað Svíar gerðu rangt, er þeir hleyptu rasistum á flug. Við sjáum, að rasismi nærist á falsfréttum, sem stofnanir rasista dreifa og óttaslegið fólk trúir. Þurfum að skilgreina villurnar í lyginni og birta þær. Eins og í frægri ræðu rasista Framsóknar, er hún lýsti reynslu sinni í löndum múslima. Hafði fengið allt brenglað í hausinn og dró ályktanir af ruglinu.