Meðsekir stjórnarliðar

Punktar

Örlög stjórnarskrárinnar réðust, þegar stjórnarliðið ákvað að leyfa Alþingi að vera í fríi allan fyrri hluta janúar. Ákvörðunin var tekin, því að ekki var áhugi á að keyra málið áfram. Stjórnarliðið varð stjórnarandstöðunni samsek um að lýsa frati á þjóðaratkvæðið. Andstaðan ber þyngri ábyrgð, því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst verið þversum gegn stjórnarskrá í heil fjögur ár. En stjórnarliðið er meðsekt. Eins og gerðist í þjóðareign auðlinda hafsins. Tveir sjávarútvegsráðherrar klúðruðu því máli með ýmsum hliðarsporum, sem stefndu málinu í tímahrak. Fjórflokkurinn stinkar allur.