Meðvirka kjósendafélagið

Punktar

Gunnar Smári Egilsson lýsir vel stjórnmálaástandinu með samlíkingu við brotna fjölskyldu. Alkóhólistinn (Sjálfstæðisflokkurinn) kemur heim fárveikur eftir langvinnan brennivínstúr til Panama. Kvartar yfir, að engir peningar séu til á heimilinu og heimtar afréttara. Ofurmeðvirk fjölskyldan (aðrir flokkar) tiplar um á tánum til að styggja ekki sjúklinginn og koma sér í mjúkinn hjá honum. Hann er nefnilega höfuð fjölskyldunnar. Við má bæta, að í fylgd hans frá Panama kom drykkjufélaginn (Miðflokkurinn). Sá býðst til að strauja gullkortið hans afa og gefa viðstöddum af því, enda þjálfaður í slíkum sjónhverfingum. Líður svo skjótt að næsta hruni …