Jamie Oliver er ekki bara frábær kokkur, heldur hugsjónamaður um mataræði. Rekur áróður fyrir betri skólamat og gegn ruslfæði foreldra. “Hvað veit hann um fátækt fólk”, hneykslast hinir félagslega rétttrúuðu og meðvirku. Frægt var, er mömmur smygluðu hamborgurum í skóla, er Oliver hafði snúið til betri vegar. Fátæklingar vilja áfram fá að éta ruslfæði. Njóta stuðnings meðvirks rétttrúnaðar, sem segir Oliver hafa fordóma. Svo gengur hann lengra og segir brezka starfsmenn lata. Vill heldur ráða til starfa innflytjendur, sem ekki fljóti sofandi að feigðarósi. Hugsjónir takast á við rétttrúnað meðvirkra.