Meðvitundarlaust fag

Fjölmiðlun

Í vefkennslubók minni í blaðamennsku hér á síðunni eru ýmis dæmi um texta í fjölmiðlum. Blaðamenn skrifa: “Framkvæmd var athugun á dreifingu skoðana íbúa Akraness á atriðum, sem varða afstöðu þeirra til stjórnmálaflokka.” Og: “Ekki er vitað til, að neinn hafi orðið fyrir meiðslum.” Klisjurnar vaða uppi: “Brennandi eldur”, “vítisturn eldsvoðans”, “glæsilegt veitingahús”, “alger stöðvun”, “logar brustu”. Menn “kveikja í brennandi ágreiningi” í pólska þinginu. Jarðskjálftar eru “öflugir”, áhorfendur eru “skelfingu lostnir”. Blaðamenn skilja tæpast, að slíkur texti sé í ólagi.