Megn fýla af ríkissjónvarpi

Fjölmiðlun

Mér kemur á óvart, að sjónvarpsdeild fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur tekið afstöðu með kvótagreifum gegn þjóðinni. Eins og raunar Fréttablaðið einnig. Í fréttatíma eftir fréttatíma raðar sjónvarpið upp málsvörum kvótagreifa, án þess að gagnrök annarra fái hliðstætt vægi. Skekkjan er um það bil fjórir á móti einum. Þetta getur engan veginn talizt eðlilegur stuðningur við klíku, sem hefur tugi milljarða af þjóðinni á hverju ári. Gerir út Morgunblaðið og Samtök atvinnulífsins, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn til að hafa fé af þjóðinni. Megna skítafýlu leggur af ríkissjónvarpinu.