Max Hastings mælir í Guardian með frábærri hugmynd, 13.000 króna mengunarskatti á farseðla í Evrópuflugi. Og 30.000 króna skatti á seðla í heimsálfaflugi. Farþegaflug á Vesturlöndum er komið út í öfgar, þegar menn eru farnir að fljúga út og suður um helgar. Skatthugmyndin er frá Mark Ellingham, útgefanda ferðabókanna Rough Guides. Hann talar um flugfíkn. Margir fara tíu sinnum á ári eða oftar í slíkt flug. Aukning farþegaflugs er ekki sjálfbær og leiðir til ófarnaðar mannkyns. Skatttekjurnar má nota til að hamla gegn mengun andrúmsloftsins, sem nú magnast stjórnlaust.