Hafi einhver efast um, að Sigmundur Davíð sé með réttu ráði, staðfestist sá efi á Stöð 2. Þar var sýnt, hvernig forsætisráðherra slakar sér með því að kasta pílum í andlitsmynd af forvera sínum í starfi. Ég veit ekki, hvað á kalla þess konar bilun, né að góðvini hans, Loga Bergmann, þótti þetta gasalega fyndið. Maður kastar hvorki pílum í myndir af fólki né stingur dúkkur með prjónum, nema maður sé bilaður. Og hefur ekki gaman af því, nema maður sé bilaður. Hörmulega er komið fyrir kjósendum að hafa valið yfir sig frík. Sem hefur það helzt fyrir stafni að kasta pílum í mynd af forvera, sem reyndi þó í hvívetna að gera gagn.